top of page

Solver Planning 

Fullbúin skýjalausn fyrir stjórnendur, fjármálastjóra og alla sem koma að fjármálum og stjórnun fyrirtækja. Allt sem lýtur að fjárhagslegri áætlanagerð, spálíkön, eftirfylgni, greiningar og samstæðuuppgjör.

Solver Planning er skýjalausn sem heldur utan um fjárhagsáætlanir, þ.m.t. samskipti er að þeim lúta, með miðlægan hætti í Microsoft Azure og PowerBI/Fabric.

Image by Firmbee.com

Solver Quickstart (fyrir Business Central og NAV)
Grunnuppsetning Solver Planning með Solver Quickstart tekur innan við einn dag. Þú getur verið kominn með allar helstu skýrslur og stjórnborð í gagnið samdægurs. Við mælum þó með því að farið verði í fínstillingar og kennslu strax daginn eftir.

kmt

Áætlanagerð og spálíkön í Microsoft, með beintengingu í bókhaldskerfið þitt.
Solver Planning er búin öllum helstu fjárhagsskýrslum sem þarf við rekstur fyrirtækisins svo sem fjárstreymi, kostnaðargreiningar, fjárhagsspár, uppgjör og samstæðuuppgjör. Með Solver Planning fást stjórnenda- og rekstrarskýrslur sem efla ákvarðatöku til skemmri og lengri tíma, hvort sem um er að ræða fjárhagslega skipulagningu og eftirfylgni, en einnig sölu- og verkefnastjórnun. Solver Planning tengist og les gögn úr helstu fjár- og bókhaldskerfum á markanðnum í dag, svo sem BC, NAV, AX og SAP.

Self service BI

Solver Planning hreinræktuð skýjalausn og vinna fer fram í gegnum vafra, óháð staðsetningu. Skýrsluþróun og innmötun gagna sinna starfsmennirnir sjálfir annaðhvort í vafra eða með Excel-viðbót, eftir því sem þurfa þykir, og bæði skýrslur og gögn uppfærast og birtast því í rauntíma. Gagnatengingar/samþætting við viðskiptakerfi eru innbyggður hluti Solver Planning og alla jafna eru nýjustu tölur sóttar daglega.

PowerBI/Fabric - Stjórnborð og skýrslur

Solver Planning tengist beint við Power BI og viðskiptavinir geta greint gögnin sín og þróað eigin skýrslur að vild. Með þessu móti nýtast upplýsingar tengdum áætlanagerð, sem öllu jafna er lokuð og læst í bókhaldskerfinu, við upplýsingagjöf og greiningar í öllu fyrirtækinu.

Advanced Analytics & Machine Learning

AAML

Ertu fyrirtæki sem hefur nú þegar yfir að ráða miklu gagnamagni?

Þá eru mikil sóknarfæri fólgin í nýjustu gerfigreindartækni og vélnámi sem m.a. sjálfvirknivæðir ákvarðanatöku og þjónustuferla. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér þessa nújy tækni nú þegar og uppskera aukna samkeppnishæfni og sparnað í rekstri.

Með því að nýta til fulls þá möguleika sem gögn fyrirtækisins hafa uppá að bjóða og greiningar í Azure  Synapse getur fyrirtækið þitt hafið stafræna vegferð  og nýtt sér gagnadrifna ákvarðanatöku og búa þannig til meiri verðmæti og hagkvæmni fyrir viðskiptavini, starfsmenn og fyrirtækið sjálft.

Image by Luca Bravo
BI

Business Intelligence &
Data Warehouse

Business Intelligence, Data Warehouse & Integration

Gögn og upplýsingar eru ein verðmætasta eign fyrirtækis, en til að geta nýtt gögn þess til að taka upplýstar viðskiptaákvarðanir er mikilvægt að gagnahögun sé með viðunandi hætti og að greiningar séu framkvæmdar meðviðeigandi hætti.

Við hjá Solver bjóðum upp á þjónustu og lausnir á sviði viðskiptagreindar, vöruhús gagna og samþættinu gagna og kerfa (Microsoft Business Intelligence, Data Warehousing og Data Integration). Þessar lausnir sem gera viðskiptavinum okkar kleift að umbreyta gögnum í verðmætar upplýsingar sem er forsenda gagnadrifinnar ákvarðanatöku.

Lausnirnar okkar skapa bein verðmæti fyrir viðskiptavini okkar með öflugum skýrslum og/eða stjórnborðum í Power BI með tilheyrandi viðskipta- og samkeppnisávinningi. Hér má ekki gleyma að nefna þann sveigjanleika og skalanleika sem góðar gagnalausnir hafa að geyma.

Image by Jezael Melgoza

Áralöng ráðgjafastarfssemi og þekkingarmiðlun

Samanlögð sérþekking og reynsla okkar á sviði viðskiptagreindar mælist í áratugum. Með þekkingu og reynslu að vopni höfum við undanförnum árum þróað, hannað  og/eða aðstoðað viðskiptvini að koma skikki á gagnamálin, hvort sem um er að ræða stofngögn, stjórnendagögn fjárhaldsgögn eða rekstrargögn með  Microsoft BI.

Þá hafa verið haldin ófá námskeið fyrir bæði notendur og stjórnendur í því hvernig vörur Microsoft styðja stafrænar vegferðir. Við bjóðum einnig upp á styrkingu innri þekkingar, sem styrkir verkefnavinnu innanhúss af starfsmönnum með lágmarks aðkomu ráðgjafa.

Sérfræðiþekking sem við búum yfir er meðal annars PowerBI, Azure SQL Database, Azure Synapse, Azure Data Factory, Azure Databricks, Azure Data Lake, SQL Server, T-SQL, SSIS, SSAS, SSRS, MDX, SSAS-Tabular, DAX , MDS og Power Platform/Fabric.

Lausnir byggðar í Microsoft BI / Cloud BI

Markmiðið er að bjóða samkeppnisæfar lausnir sem standast tímans tönn. Stefna okkar byggir á heildrænni þróun þar sem notast er við alla þætti Microsofts BI. Við leggjum áherslu á skýjalausnir í Azure og Power BI en erum einnig sérfræðingar í Microsoft BI og gagnagrunnum on-premise.

Við hjálpum fyrirtækjum í stafrænni þróun hvort sem um er að ræða hugbúnaðarþróun eða stefnumörkun. Forsenda þess að ná árangri á þessu sviði er að notast við rétt tól fyrir hvert úrlausnarefniverkefni, í samræmi við stefnu, þróunartakt og þarfir fyrirtækisins. Solver sér um allt þróunarferlið, allt frá hönnun, verkefnastjórn, forritun, námskeiðahald og viðhald sé þess óskað.

bottom of page